Hvað kostar hjólavottunin?
Verð fyrir eina starfsstöð árið 2025:
Fyrirtæki með 30 og færri starfsmenn, greiða 38.000 kr.
Fyrirtæki með fleiri en 30 starfsmenn, greiða 52.000 kr.
Innifalið í ofangreindu verði er fullur aðgangur að gátlistum Hjólavottunar, ein heimsókn á vinnustaðinn með fulltrúa Hjólavottunar, ráðgjöf og samantekt um stöðu vinnustaðarins og hópútskrift að vori eða hausti, innrammað viðurkenningarskjal.
Verð vegna fleiri starfsstöðva:
25.000 per starfsstöð (án úttektar)
Úttekt á starfsstöðum, umfram fyrstu starfsstöð, kostar 25.000 kr.
Sérleg útskrift á vinnustað, kostar 22.500 kr. nema það sé samhliða öðrum viðburðum á vegum Hjólafærni á vinnustaðnum.
24% virðisaukaskattur leggst ofan á þessi verð.
Gildistími vottunarinnar:
Hver útgefin vottun gildir í 2 ár frá útgáfudegi.
Endurnýjun:
Endurnýjun vottunarinnar er 50% af upphaflegu verði. Til að fá endurnýjun þurfa þeir sem voru með Brons að hækka í Silfur og þeir sem voru með Silfur að hækka í Gull. Gull og Platínuvottaðir vinnustaðir þurfa ekki að bæta neinu við. Aðeins að tryggja að þeir séu í viðkomandi flokkum.