www.hjolavottun.is

Hérna sækir þú um Hjólavottun

EINFALT UMSÓKNARFERLI

Um Hjólavottunina

Um Vottunina -

Hjólavottun vinnustaða er tæki til að markvisst innleiða bætta hjólreiðamenningu. Fulltrúar fyrirtækja fylgja skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir stigagjöf; platínum, gull, silfur eða brons. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi. Gátlistar eru tvenns konar – annars vegar fyrir vinnustaði í stærra þéttbýli og hins vegar fyrir vinnustaði á minni þéttbýlissvæðum.

Hvað kostar hjólavottunin?

Hvað kostar hjólavottunin?

Verð fyrir eina starfsstöð árið 2025:

Fyrirtæki með 30 og færri starfsmenn, greiða 38.000 kr.
Fyrirtæki með fleiri en 30 starfsmenn, greiða 52.000 kr.

Innifalið í ofangreindu verði er fullur aðgangur að gátlistum Hjólavottunar, ein heimsókn á vinnustaðinn með fulltrúa Hjólavottunar, ráðgjöf og samantekt um stöðu vinnustaðarins og hópútskrift að vori eða hausti, innrammað viðurkenningarskjal.  

Verð vegna fleiri starfsstöðva:
25.000 per starfsstöð (án úttektar)

Úttekt á starfsstöðum, umfram fyrstu starfsstöð, kostar 25.000 kr.

Sérleg útskrift á vinnustað, kostar 22.500 kr. nema það sé samhliða öðrum viðburðum á vegum Hjólafærni á vinnustaðnum. 

24% virðisaukaskattur leggst ofan á þessi verð.

Gildistími vottunarinnar:
Hver útgefin vottun gildir í 2 ár frá útgáfudegi.

Endurnýjun:

Endurnýjun vottunarinnar er 50% af upphaflegu verði. Til að fá endurnýjun þurfa þeir sem voru með Brons að hækka í Silfur og þeir sem voru með Silfur að hækka í Gull. Gull og Platínuvottaðir vinnustaðir þurfa ekki að bæta neinu við. Aðeins að tryggja að þeir séu í viðkomandi flokkum.

Fyrir hverja?

Öll fyrirtæki og stofnanir geta sótt um hjólavottun vinnustaða. Sama af hvaða stærð þau eru og hvar þau eru stödd á landinu. Hjólavottun vinnustaða fer einkar vel með samgöngustefnum fyrirtækja.

Upphaf -

 

Samfélagsverkefnið Hjólum.is hefur útbúið þennan staðal. Horft var til Grænna skrefa í ríkisrekstri þegar uppbyggingin var ákveðin og stuðst var við reynslu hjólavottunar frá nágrannalöndum okkar og reynslu úr röðum íslenskra hjólreiðamanna. Hjólafærni á Íslandi sinnir utanumhaldi og afgreiðslu á hjólavottun vinnustaða.

Hjólum.is er samfélagasverkefni sem varð til upp úr vinnustofu fyrirtækja, stofnanna og félagasamtaka sem komu saman til að leggja á ráðin um uppbyggingu í efldri reiðhjólamenningu á Íslandi í febrúar 2015. Verkefnastjórn Hjólum.is samanstóð af fulltrúum Vínbúðarinnar, Rio Tinto Alcan, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar, Varðar, TRI, Landsbankans og Hjólafærni á Íslandi

Fyrstu fyrirtækin og stofnanirnar sem hlutu hjólavæna vottun voru Vínbúðin, Landsspítalinn, Reykjavíkurborg og Vörður í Evrópsku samgönguvikunni 2016.

Ávinningur

Akkur fyrir samfélagið -

Fyrirtæki sem njóta þess að starfsmenn nota virkar samgöngur í og úr vinnu, finna að það dregur úr þörfinni á landrými fyrir bílastæði. Á tímum efldrar umhverfisvitundar og sjálfbærni, er hvatning til
hjólreiða jákvæð skilaboð frá fyrirtækjum um samfélagsábyrgð. Hjólreiðar efla lýðheilsu og draga úr mengun í umferð. Til þess að efla reiðhjólamenningu á Íslandi og vinna um leið að því að draga úr
þörfinni fyrir notkun á einkabílnum, búum við börnunum okkar betri framtíð, með sjálfbærni og umhverfisvæni að leiðarljósi. Svo finnst þeim líka svo gott að hafa fyrirmyndir. Þeir sem hjóla eru góðar
fyrirmyndir í samgöngum.

Sýnileiki -

Vottuð fyrirtæki fá sitt lógó á vefsíðu Hjólavottunarinnar. Eins fá þeir merki hjólavottunarinnar til að setja inn á sína eigin vefsíðu ásamt undirritað, útprentað viðurkenningarskjal til upphengingar á
vinnustaðnum.

Platínum, Gull, silfur eða brons -

Platínum vottun er fyrir þá bestu. Þegar starfsmenn og stjórn fyrirtækisins hafa unnið saman að því að gera vinnustaðinn svo útbúinn að allir sjá að þangað er best að koma á hjóli, gangandi eða í strætó hvort heldur er fyrir gesti eða starfsmenn.

Gull hjólavottun vinnustaða er skýr sögn um metnaðarfull skref
fyrirtækja, sem vilja hlúa að góðri reiðhjólamenningu. Þar er öllu
jafna góð aðstaða fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins. Þar
er hugað að samgöngustefnu og gjarna boðnir samningar um
samgöngugreiðslur til starfsmanna.

Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir
hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðarsamra  aðgerða.

Brons hjólavottun vinnustaða segir til um að allmörgu sé enn ábótavant, áður en vinnustaðurinn teljist mjög hjólavænn – en það besta er að búið er að sækja um hjólavottunina, sem eru skýr skilaboð
um að fyrirtækið vilji gera betur. Ráðgjöfin sem fylgir vottuninni, verður vonandi til þess að á næstu misserum fer fyrirtækið úr Brons og vonandi alla leið í Gull vottun.

Viltu vita meira?

Sendu fyrirspurnir á Sesselju Traustadóttur, framkvæmdarstýru Hjólafærni á Íslandi: hjolafaerni@hjolafaerni.is eða hringdu í s. 864 2776

EINFALT UMSÓKNARFERLI

Hér er ferlið í grófum dráttum.  Vinnustaðurinn þarf að:

  1. Skipa tengilið fyrir hjólavottunina
  2. Fylla út umsóknareyðublað og gátlista frá hjólavottun vinnustaða
  3. Senda inn umsókn
  4. Taka á móti úttektaraðila frá hjólavottun vinnustaða sem metur hvort allar aðgerðir viðkomandi skrefa séu fullnægjandi

 

Platínum vottun er fyrir þá bestu. Þegar starfsmenn og stjórn fyrirtækisins hafa unnið saman að því að gera vinnustaðinn svo útbúinn að allir sjá að þangað er best að koma á hjóli, gangandi eða í strætó hvort heldur er fyrir gesti eða starfsmenn.

PLATINUM VOTTUN
PLATINUM VOTTUN

91 STIG+

Þetta byrjar allt einhversstaðar – takk fyrir að leggja í vegferðina!

BRONS VOTTUN
BRONS VOTTUN

25-49 STIG+

Fyrir metnaðarfull fyrirtæki sem hlúð hafa að góðri reiðhjólamenningu.

GULL VOTTUN
GULL VOTTUN

75-90 STIG

Lýsir vilja til að hlúa að góðri hjólreiðamenningu.

SILFUR VOTTUN
SILFUR VOTTUN

50-74 STIG

VINNUSTAÐIR MEÐ PLATÍNUM VOTTUN

VINNUSTAÐIR MEÐ GULL VOTTUN

VINNUSTAÐIR MEÐ SILFUR VOTTUN

VINNUSTAÐIR MEÐ BRONS VOTTUN

Hjólavottun

Hjólavottun

Hjólavottun

Vinnustaðir

Vinnustaðir

Vinnustaðir

Ferðamannastaðir

Ferðamannastaðir

Grunn- og leikskólar

Grunn- og leikskólar

HJÓLAVOTTUN ER HLUTI AF SAMSTARFSVERKEFNINU HJÓLUM.IS