UMSÓKNARFERLI

1

Vinnustaðurinn byrjar á því að skipa tengilið fyrir Hjólavottunina og æskilegt er að stofna teymi sem tryggir innleiðingu hjá vinnustaðnum.

2

Tengiliðurinn þarf að hala niður umsóknareyðublaðið og gátlistann hér fyrir ofan (sem er Excel skjal) og fylla út. Hugmyndin er þið gefið ykkur sjálfum stig með því að fylla út gátlistann samviskusamlega.

3

Sendu umsóknina og gátlistann (Excel skjalið) til hjolafaerni@hjolafaerni.is

4

Úttektaraðili hjólavottunarinnar, Sesselja hjá Hjólafærni, fær innsendan gátlistann. Hún, heimsækir viðkomandi vinnustað í samráði við tengilið og metur hvort allar aðgerðir viðkomandi skrefa séu
fullnægjandi. Ef þarf, veitir hún einnig ráðgjöf til úrbóta fyrir vinnustaðinn.

5

Matið byggir á stigafjöldanum sem þið vinnið ykkur inn. Til að frá brons þarf starfstöðin að skora 25 – 49 stig, til að fá silfur þarf að fá 50 – 74 stig, til að fá gull þarf að skora 75 – 90 stig og til að ná platinum 91 – 100 stig.

6

Vinnustaðurinn fær afhent viðurkenningaskjal um að vottun hafi verið náð. Viðurkenningin er útprentað skjal til innrömmunnar ásamt hlekk og merki frá hjólavottun vinnustaða til að setja á vefsíðu vinnustaðarins.  

7

Útgefin viðurkenning gildir í tvö ár.